Gjaldfrjáls netnámskeið og verkfæri fyrir allar fjölskyldur á Íslandi. Einnig sérhæfð námskeið fyrir unglinga um tilfinningalega og geðræna heilsu.
Styrkjum tilfinningalega heilsu og velferð í móðurkviði, í æsku og út unglingsárin. Geðverndarfélag Íslands í samvinnu við Solihull aðferðina býður upp á aðgang að gagnreyndum netnámskeiðum sem hönnuð hafa verið af sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu Bretlands ykkur að kostnaðarlausu.
Skráið ykkur inn á vefsíðuna og á námskeiðin til að öðlast betri skilning á tilfinningum og hegðun barna ykkar og til að ala þau upp þannig að þau verði sjálfsörugg, félagslynd og í góðum tengslum við tilfinningar sínar. Námskeiðin snúa að öllum þroskaáföngum barna og er ætlað að hjálpa öllum fjölskyldumeðlimum að auka þekkingu sína á gagnlegan, ígrundandi og styrkjandi hátt, án áfellisdóma.
Svona skráið þið ykkur
Íbúar á Íslandi fá gjaldfrjálsan aðgang að þessum námskeiðum með því að slá inn aðgangskóðann
ESJA
á vefsíðunni inourplace.co.uk
Aukið sjálfsöryggi ykkar og styrk í foreldrahlutverkinu með því að læra um heilaþroska barna, erfiða hegðun, samskipti og eigin þarfir þegar kemur að velferð. Vegna þess að síbreytilegt foreldrahlutverkið er lífsreynsla!
Fyrir unglinga, netnámskeið sem hjálpa ykkur að skilja þær breytingar sem verða á heilanum á unglingsárunum og hvernig það hefur áhrif á líðan ykkar, ákvarðanatöku og hvernig þið tengist fólki í ykkar nánustu samböndum.
Fyrir foreldra og umönnunaraðila
Lærið um þroskaferli barna ykkar og aukið sjálfsöryggi ykkar í foreldrahlutverkinu með því að sækja netnámskeið fyrir foreldra og umönnunaraðila ykkur að kostnaðarlausu. Á námskeiðunum er farið yfir skref í þroskaferli barna og fram koma gagnleg ráð og hugmyndir frá öðrum foreldrum, sem og fagaðilum í heilbrigðisþjónustu.
Þessi námskeið henta ykkur ef þið hafið áhuga á að skilja tilfinningar barna betur, hvernig þið getið hlúð að góðri geðrænni heilsu, en einnig ef þið hafið áhyggjur af erfiðri hegðun.
Fyrir ömmur og afa
Aðgengilegar upplýsingar fyrir ömmur og afa sem vilja skilja breytilegar þarfir barna í nútímasamfélagi, auk gagnreyndra verkfæra og aðferða sem nýtast í uppeldinu og eiga rætur sínar að rekja til sálfræði.
Fyrir unglinga
Hafið þið einhvern tíma velt því fyrir ykkur hvers vegna það getur verið svo erfitt að taka ákvarðanir eða hvers vegna tilfinningar virðast sterkari og jafnvel yfirþyrmandi? Á netnámskeiði fyrir unglinga er farið í hvernig heilaþroski hefur áhrif á hvernig okkur líður og jafnvel hvernig við hegðum okkur. Öðlist skilning á hvað þetta þýðir fyrir ykkur með því að vinna ykkur í gegnum námskeiðin sem eru „eingöngu fyrir unglinga“.
Að skilja geðræna heilsu fullorðinna
Tilfinningaleg heilsa snýst um sambönd. Sem félagslegar verur upplifum við heiminn í gegnum sambönd okkar. Á námskeiðum okkar fyrir fullorðna (og ungt fólk) er rými skapað til að íhuga svo þið öðlist dýpri skilning á eigin geðrænu heilsu og þörfum.
Námskeið inourplace
Fyrir unglinga
Fyrir fullorðna
Önnur tungumál
Fyrir öll önnur tungumál er hægt að láta Google Translate vélþýða námskeiðin.
Fleiri upplýsingar og fræðsla
Góður og gæðamikill svefn
Hvernig getur skilningur á tilfinningalegri heilsu ungbarna hjálpað með algeng svefnvandamál?
Nýtt skólastig
Hvernig getið þið stutt við barnið ykkar þegar það hefur nám á nýju skólastigi eða skiptir um skóla?
Búin til af Solihull aðferðinni
Við viljum að öll börn og fjölskyldur þeirra njóti góðrar tilfinningalegrar heilsu og velferðar, svo þau geti þrifist sem góðgjarnar og félagslyndar manneskjur og í tengslum við tilfinningar sínar út ævina.
inourplace námskeiðin eru hönnuð af sálfræðingum Solihull aðferðarinnar í samvinnu við sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu, skóla og sálmeðferðarfræðinga, jafnt og foreldra barna.
Umsagnir
„Upplýsingar settar fram á skýran hátt, með nógu mikilli líffræði/útskýringum til að geta fyllilega skilið þær breytingar sem eiga sér stað. Einnig góðar/gagnlegar tillögur um hvernig hægt er að koma til móts við unglinginn. Kærar þakkir.“
Leiðbeinandi Að skilja heila unglingsins„Sonur minn sem er 15 ára horfði á myndböndin um skynúrvinnslu. Hann tengdi ýmislegt við hegðun bróður síns, en sá sjálfan sig líka. Hann sagði: „Mamma, þetta er ég, og þetta er ástæðan fyrir því að ég geri það sem ég geri!“ Hann bað mig um tengilinn fyrir myndböndin og sendi á vin sinn, sem hafði kallað hann skrítinn, í þeim tilgangi að auka skilning hans. Hann opnaði sig líka fyrir vinahópi sínum og getur nú rætt einhverfu sína þar og hvernig það er að vera hann.“
Foreldri Að skilja barnið með sérþarfir„Hlutirnir eru settir fram á hátt sem auðvelt er að skilja og ég mun ekki lengur reyna að breyta því sem er líffræðilegt og ég get ekki breytt.“
Unglingur Að skilja heila ykkar (eingöngu fyrir unglinga!)Starfið þið með börnum?
Kynnið og komið þessum námskeiðum á framfæri
Þeim fylgja verkfæri sem hjálpa við að koma þeim á framfæri, sjá verkfærasafn.
Frekari upplýsingar um Solihull aðferðina fyrir fagaðila
Mismunandi þjálfun í boði fyrir alla fagaðila sem starfa með börnum.
Samfélagsmiðlar
Fylgið Solihull aðferðinni á samfélagsmiðlum til að fá nýjustu fréttir og upplýsingar.
Tæknileg aðstoð
Fyrir tæknilega aðstoð vinsamlega hafið samband í gegnum tölvupóst á support@inourplace.co.uk eða í síma +44 121 296 4448 (mánudaga til föstudags, kl. 9-17).
„Þetta námskeið hefur verið ómetanleg gjöf. Það hefur breytt og mun breyta svo mörgu í lífi mínu. Ég er án nokkurs vafa betra foreldri og heildstæðari og ánægðari manneskja fyrir vikið. Ég vildi óska að ég hefði vitað þetta fyrir mörgum árum síðan!“
Nemi Að skilja barnið: Frá smábarni til unglings